Hljómkerfi frá Uppsölum í þýska lúxusbíla
21.03.2005
Nýtt og nánast óþekkt fyrirtæki í Háskólabænum Uppsölum í Svíþjóð, Dirac að nafni, hefur gert stóran framleiðslusamning á hágæða-hljómtækjum í þýskan lúxusbíl. Fyrirtækið hefur þar með skotið þekktum fyrirtækjum í sömu grein ref fyrir rass, fyrirtækjum eins og Bose og Harman Kardon. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja við sænskt tæknitímarit að með samningnum hafi fyrirtæki þeirra tekist að slá í gegn svo um muni. Þeir vilja ekki gefa upp hvaða bílaframleiðanda er um að ræða, en tímaritið telur að það sé Mercedes fremur en BMW eða Audi.
Hljómkerfið kemur fyrst fram á sjónarsviðið í dýrustu bílum framleiðandans næsta haust en síðar meir verður það valkostur í öllum öðrum gerðum hans.
Dirac er fyrst og fremst hljóðtæknifyrirtæki en lætur aðra um að smíða sjálfan vélbúnaðinn eftir sinni forskrift. Tæknimenn fyrirtækisins hafa þróað sérstaka stafræna tækni sem meðhöndlar hljóðið þannig að tónlistarflutningur verður sérlega áheyrilegur að sögn blaðsins.
Hljómkerfið kemur fyrst fram á sjónarsviðið í dýrustu bílum framleiðandans næsta haust en síðar meir verður það valkostur í öllum öðrum gerðum hans.
Dirac er fyrst og fremst hljóðtæknifyrirtæki en lætur aðra um að smíða sjálfan vélbúnaðinn eftir sinni forskrift. Tæknimenn fyrirtækisins hafa þróað sérstaka stafræna tækni sem meðhöndlar hljóðið þannig að tónlistarflutningur verður sérlega áheyrilegur að sögn blaðsins.