Hlutdeild Hyundai í Evrópu aldrei verið meiri
Hyundai Motor seldi nærri 519 þúsund bifreiðar (518.566) á síðasta ári í Evrópu, 0,5% fleiri en 2021. Hlutdeild fyrirtækisins á markaðnum nam 4,6 prósentum og hefur aldrei verið meiri en nú, sér í lagi á Spáni, Ítalíu, Frakklandi og Bretlandi.
Árangurinn má ekki síst rekja til mikillar sölu á losunarlausum bílum Hyundai sem jókst um 19% á Evrópumarkaði.
Mikil eftirspurn eftir rafbílum
Þrátt fyrir að síðasta ár hafi einkennst af ákveðinni óvissu á bílaiðnaði hélt Hyundai Motor áfram að bæta stöðu sína um alla Evrópu og sigrast á flestum meginhindrunum með framúrskarandi vinnu söludeilda fyrirtækisins um alla Evrópu.
Á heimsvísu seldi Hyundai 3,94 milljónir bíla sem var aukning um 1,4% frá 2021 og var salan, eins og í Evrópu, að mestu drifin áfram af eftirspurn eftir rafbílum, þar sem rafbílar Hyundai eru þeir þriðju mest seldu í álfunni.
Þess má geta að alls seldi Hyundai á Íslandi 353 rafbíla á síðasta ári, 111 fleiri en 2021 þrátt fyrir miklar tafir á afhendingum, en fyrir árslok voru um 400 rafbílar forpantaðir og verða þeir afhentir á næstu mánuðum.