Hlutfall nýorkubíla 84% á fyrstu þremur mánuðum ársins

Nýskráningar fólksbifreiða eru 63,9% meiri á fyrstu þremur mánuðum ársins en á sama tíma á síðasta ári. Nýskráningar eru alls 2.272 en voru 1.386 á fyrstu þremur mánuðum síðasta árs.

Nýskráningar í mars mánuði einum voru 1.021. Bílar til almennra notkunar eru 63% en til ökutækjaleiga rúmlega 36% að því er fram kemur í tölum frá Bílgreinasambandinu.

Nýorkubílar raða sér í efstu sætin það sem af er árinu. Rafmagnsbílar eru með 42,1% hlutfall, tengiltvinnbílar 21,1% og hibryd-bílar 21%. Dísil-bílar eru með 8,4% hlutfall í sölunni til þessa og bensín-bílar 7,4%. Hlutfall nýorkubíla í nýskráningum fólksbifreiða á fyrstu þremur mánuðum ársins er því tæp 84%.

Flestar nýskráningar eru í KIA, alls 350 bifreiðar sem gerir um 15,4% hlutfall á markaðnum. Tesla er í öðru sæti með 323 bifreiðar og 14,2% hlutfall og Toyota með 253 bifreiðar í þriðja sætinu sem er um 11,1% hlutfall.