Honda horfir til framtíðar
Japanski bílaframleiðandinn Honda horfir til framtíðar hvað rafbílavæðinguna varðar. Á næstu þremur árum verða allir bíla frá fyrirtækinu í boði sem rafbílar. Á bílasýningunni sem er nýlokið í Tokyo frumsýndi Honda næstu kynslóð Honda Jazz en sex rafbílar verða komnir á markað fyrir árið 2022.
Á meðal bílanna sem væntanlegir eru á markað má nefna jeppling og tvinnútgáfur af Civic og HR-V. Tvinnbílarnir verða ólíkir þeim sem fyrir eru á markaði en í þeim verða lítil bensínvél sem á að hlaða rafgeyminn og framleiða rafmagn sem knýr bílinn áfram.