Honda Jazz bíll ársins í Danmörku

http://www.fib.is/myndir/HondaJazz-09.jpg

Honda Jazz hefur verið valinn bíll ársins í Danmörku. Þetta er í 28. sinn sem bílablaðamenn velja bíl ársins í þessu landi smábíla. Alls voru 30 bílar tilnefndir. Í úrslit komust auk Honda Jazz, VW Golf, Ford Fiesta, Skoda Superb og Mazda 6.

Honda Jazz hefur verið á markað á Íslandi um nokkurt árabl en er nýr í Danmörku og kemur að fullu á danskan bílamarkað í nóvember.

Honda Jazz hlaut 143 stig í kjöri blaðamannanna. Hinn nýi VW Golf VII kom næstur með 119 stig. Í þriðja sæti varð hin nýja kynslóð Skoda Superb. Í fjórða sæti varð svo hinn nýi Ford Fiesta og í því fimmta Mazda 6.