Honda og Nissan þurfa að draga úr framleiðslunni tímabundið
Japönsku bílaframleiðendirnir Honda og Nissa standa frammi fyrir því að selja yfir 200 þúsund færri bifreiðar á yfirstandi fjárhagsári vegna skorts á hlutum til framleiðslunnar. Ástæðuna fyrir þessu má að einhverju leyti rekja til Covid-19 og eins hafa refsiaðgerðir fyrrverandi stjónvalda í Bandaríkjunum gegn Kínverjum sett strik í reikningin þaðan sem koma hlutir í framleiðsluna hjá Honda og Nissan.
Aftur á móti tikynntu báðir framleiðendurnir um á sama tíma að afkoma fyrirtækjanna á síðasta ársfjórðungi síðasta árs hefði verið betri en búist hafði verið við. Söluhorfur fyrir þetta ár eru hins vegar mjög blendnar og óvissu þættir margir. Teikn eru á lofti að bílasalan rétti úr kútnum þegar líða fer á árið.