Hóta FÍB lögsókn

http://www.fib.is/myndir/FIB-logo.jpg
Bæði Olís og Olíufélagið hf, Esso hafa sent frá sér fréttatilkynningar í dag. Í þeim eru gerðar harðorðar athugasemdir við frétt FÍB hér á heimasíðunni og í öðrum fjölmiðlum í gær og í  dag um verðmyndun á bensíni og dísilolíu og mismunandi álagningu á þessar eldsneytistegundir.

Í fréttatilkynningu Olís segir m.a. að félagið hafi falið lögfræðingum sínum að kanna réttarstöðu þess gagnvart röngum og órökstuddum fullyrðingum FÍB.

Í frétt Esso sem undirrituð er af forstjóra félagsins, Hermanni Guðmundssyni, kemur fram að félagið hyggist leita álits lögmanna á því hvort framkvæmdastjóri FÍB hafi haft uppi refsiverð ummæli.

FÍB sem fulltrúi neytenda mun ekki láta hótanir um lögsókn eða annað stöðva sig í starfi félagsins í þágu íslenskra bifreiðaeigenda.