Hraðamyndavélar sem valda slysum
Rannsóknir sem gerðar hafa verið í Bandaríkjunum og víðar sýna að nærvera hraðamyndavéla, sem margir vilja meina að bjargi mannslífum með því að halda niðri hraða, getur stundum leitt til þess að slysum fjölgar um helming.
Víða ræða menn fram og til baka um það hvort hraðamyndavélar geri yfirleitt það gagn sem þeim er ætlað, þ.e. haldi hraða niðri og fækki þar með slysum. Nú hafa óháðar rannsóknir í Bandaríkjunum, Kanada og Ástralíu sýnt að í sumum tilfellum hefur slysum fjölgað á vegum eftir að hraðamyndavélar höfðu verið settar upp. Hér má finna nokkrar þessara rannsókna.
-Og hvað veldur nú þessu? spyr nú sjálfsagt einhver og samkvæmt rannsóknunum er hin mælanlega örsök slysanna oftast sú að þegar ökumenn sjá myndavélarnar nauðhemla þeir í ofboði og þá ekur næsti bíll aftan á „nauðhemlarana.“