Hráolía fellur í verði við fall Zarqawi
Hráolíuverðið tifar í takt við fréttir af ástandinu í Mið-Austurlöndum. Fréttin í morgun um dauða Abu Musab al-Zarqawi leiðtoga al-Qaeda í Írak hafði strax áhrif á heimsmarkaðsverð á hráolíu. Á Brent markaðnum lækkaði olíutunnan um 0.81 USD, niður í 68.38 USD sem er það lægsta í 3 vikur.
Óvissa er um framhaldið og spurning hvort hótanir al-Qaeda um hefndaraðgerðir hafi áhrif til hækkunar á nýjan leik. Olíumarkaðir eru einnig mjög viðkvæmir varðandi allar fréttir af gangi mála í Íran.
Þrátt fyrir lækkun á hráolíunni þá er verðið mjög hátt og sama á við um unnar olíuvörur eins og bensín og dísilolíu.
Abu Musab al-Zarqawi leiðtogi al-Qaeda í Írak