Hreinsun gatna og gönguleiða
Vorhreinsun Reykjavíkurborgar hófst í mars en helstu göngu- og hjólaleiðar eru í forgangi. Hreinsunin er komin vel af stað og er nú komið að húsagötum. Forsópun hófst í síðustu viku og götuþvotturinn fer að hefjast.
Daginn áður en íbúagötur eru þvegnar sendir Reykjavíkurborg SMS til að láta íbúa vita af þvottinum svo þeim gefist tækifæri til að færa bíla sína.
Mikilvægt er að bílar séu færðir úr götunni á meðan á götuþvotti stendur. Það flýtir mjög fyrir og skilar betri þrifum þegar bílar eru færðir og ekki lagt á ný fyrr en hreinsun er að fullu lokið.
Þetta gildir eingöngu um almenn stæði í götunni og á borgarlandi en ekki stæði innan lóðarmarka íbúðarhúsa og fyrirtækja.