Hreinun gatna og gönguleiða
Hafin er hreinsun á helstu göngu- og hjólastígum sem og stofnbrauta og tengibrauta og gatna og stíga í kringum þær. Þá tekur við hreinsun og þvottur húsagatna, stétta og stíga við þær. Að lokum er farið í götuþvott á stofn- og tengibrautum.
SMS símaskilaboð með dagsetningum hreinsunar eru send til íbúa og merkingar settar upp í götum áður en þær eru sópaðar og þvegnar. Til þess að allt gangi sem best eru bifreiðaeigendur beðnir um að færa bílinn af almennum svæðum í götunni.
Þess má geta að Vegagerðin sér um rekstur og hreinsun þjóðvega í þéttbýli. Dæmi um þjóðvegi í borginni eru Kringlumýrarbraut, Miklabraut, Hringbraut, Vesturlandsvegur og Reykjanesbraut.