Hrun í Norðfjarðargöngum
Hrun varð úr lofti Norðfjarðarganga upp úr hádegi í gær. Um var að ræða sprautusteypu í loftinu en einnig nokkuð af lausu berglagi úr loftinu. Göngunum var lokuð um leið og þetta gerðist en ljóst er að einhvern tíma mun taka að losa laust efni í lofti til að tryggja aðstæður áður en hægt verður að opna fyrir umferð.
Þeir sem nauðsynlega þurfa að komast á milli í dag geta farið um gömlu Oddskarðsgöngin sem hafa verið opnuð tímabundið.
Vegurinn um Oddskarð hefur verið mokaður og hálkuvarin og göngin yfirfarin en eigi að síður er óskað eftir því að aðeins þeir sem nauðsynlega þurfa að komast á milli fari þá leið.