Hugmyndum um veggjöld er andmælt

Mikill fjöldi umsagna frá almenningi hefur borist umhverfis- og samgöngunefndar þar sem hugmyndum um veggjöld er andmælt. Síðdegis í gær voru skráðar 239 umsagnir til nefndarinnar vegna málsins, 218 sem mæla gegn veggjöldum og 18 sem mæla með slíkri gjaldtöku. Þetta kom fram á mbl.is.

Þar kemur fram í viðtali við Jón Gunnarsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins og varaformanns umhverfis- og samgöngunefndar, að það liggi alveg fyrir að þetta mál er umdeilt og ekkert óeðlilegt sé við það.

Nánar má lesa um umfjöllun málsins á mbl.is hér.