Hugsaðu! áður en þú keyrir af stað

The image “http://www.fib.is/myndir/King_carlos.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Juan Carlos Spánarkonungur þiggur leiðbeiningar um umferðaröryggi.

FIA- alþjóðasamtök bifreiðaeigenda sem FÍB er aðili að, eru að hleypa af stokkunum alþjóðlegu átaki til að fækka umferðarslysum. Átakið nefnist Hugsaðu! áður en þú keyrir af stað. Sérstakir talsmenn átaksins eru Formúlu1 ökumennirnir Michael Schumacher og Rubens Barrichello.
Á ensku nefnist átakið -Think Before you Drive.  Þeir Schumacher og Barrichello sögðu þegar átakið var kynnt að þeir hugsuðu sér þetta sem kapphlaup í því að bjarga mannslífum, en 1,2 milljónir manna farast í umferðarslysum í heiminum ár hvert og hátt í 50 milljónir slasast.
The image “http://www.fib.is/myndir/Schumacher_Barr.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Michael Schumacher og Rubens Barrichello á milli tveggja „tilraunabrúða“.
Hægt er með mjög einföldum aðgerðum að minnka líkur á dauða og örkumlum í umferðinni og í átakinu Hugsaðu! er lögð megináhersla á fernt áður en ekið er af stað:
*Nota alltaf öryggisbúnað fyrir börnin í bílnum
*Spenna alltaf bílbeltið
*Stilla alltaf hnakkapúðann
*Athuga alltaf ástand dekkjanna og loftþrýstinginn í þeim

Í átakinu er jafnframt lög áhersla á áhættuþætti í umferðinni eins og hraðakstur við aðstæður sem ekki leyfa slíkt og akstur undir áhrifum áfengis og/eða vímuefna. Táknmynd herferðarinnar er árekstrar-tilraunabrúða sem er „sérfræðingur“ í umferðaröryggi. „Brúðan“ leiðbeindi þeim Schumacher og Barrichello um umferðaröryggi þegar átakið var kynnt í höfuðstöðvum RACC, systurfélags FÍB í Katalóníu á Spáni.
Í ávarpi sem Michael Schumacher hélt við það tækifæri sagði hann m.a: „Fyrir sérhverja Formúlu1 keppni fer ég yfir grundvallar-öryggisatriði ásamt tækni- og aðstoðarfólki. Flest þessara atriða eru þau sömu og í átakinu Hugsaðu! áður en þú keyrir af stað. Á kappakstursbrautinni getur ástand dekkjanna ráðið úrslitum um hvort sigur vinnst eða ekki. Á vegum úti getur ástand dekkjanna ráðið úrslitum um hvort þú deyrð eða lifir. Gættu því reglulega að ástandi dekkjanna og athugaðu loftþrýstinginn. Þá ertu öruggari á vegum úti.
Í ávarpi sínu skýrði Rubens Barrichello út hversvegna hann tekur þátt í átakinu og sagði m.a: „Þrjú þúsund manns láta lífið á vegunum á hverjum einasta degi. Öll getum við gert meira til þess að hindra hryllilegar og ónauðsynlegar lífsfórnir og skelfileg meiðsl og örkuml. Átakið Hugsaðu! áður en þú keyrir af stað hvetur til einfaldra aðgerða sem leiða til aðgæslu og ábyrgrar umferðarhegðunar og bætts öryggis fólksins í umferðinni.“
Dekkjafyrirtækið Bridgestone er þátttakandi í átaki FIA. Í tengslum við það gefur Bridgestone út fræðslubæklinga um umferðaröryggi sem dreift verður í milljónaupplögum um allan heim."
Hugsaðu! áður en þú keyrir af stað
The image “http://www.fib.is/myndir/Hugsadu.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.