Hvað er gervigangbraut?
Munurinn á gangbraut og gervigangbraut. Tökum sem dæmi Sæmundarskóla í Grafarholti sem var opnaður haustið 2011. Þótt Grafarholtið hafi verið byggt án gangbrauta sem er óskiljanlegt þá hafa sem betur fer verið gerðar örfáar undantekningar.
Hér á myndunum má sjá annarsvegar gervigangbraut/þverun innan við 100 m frá skólanum haustið 2013 þar sem engar merkingar eru til staðar fyrir ökumenn að átta sig á að framundan sé von á gangandi vegfarendum yfir götuna. Í dag er búið að laga þessa þverun með gangbrautarskilti báðum megin, zebramerkingum, lýsingu og hraðahindrun, mjög vel gert.
En við spyrjum, þegar þverunin var gerð á sínum tíma afhverju var ekki gangbraut (zebramerking,skilti, lýsing) gerð samhliða? Afhverju er verkið ekki klárað strax? Afhverju líða nokkur skólaár án þess að gangbraut sé við skólann fyrir börnin? Er það kostnaðurinn við skiltin og málninguna? Það eru fjöldinn allur af gervigangbrautum í notkun í dag og við marga gamalgróna skóla þótt ótrúlegt megi virðast.
Hvað finnst þér? Er sveitafélagið þitt að standa sig varðandi gangbrautir / umferðaröryggi skólabarna?
Félag Íslenskra Bifreiðaeigenda (FÍB) sér um framkvæmd EuroRAP á Íslandi.
EuroRAP verkefnið felst í því að vegir eru skoðaðir með tilliti til öryggisþátta í umhverfi þeirra.