Hvar er hægt fá eldsneyti?
Gengið hefur á eldsneytisbirgðir á bensínstöðvum víða á Suðurlandi og suðvesturhorni landsins undanfarna daga. Búist er við því að fjölmargar eldsneytisstöðvar loki á næstu dögum en hægt og sígandi gengur á birgðirnar þar sem ekkert er verið að dreifa vegna verfalls olíubílstjóra.
Margar bensínstöðvar eru með skerta þjónustu sem stendur og díselolía farin að tæmast á nokkrum stöðvum. Almennt séð er meira krefjandi að að halda uppi dísilbirgðum heldur en bensíninu.
Erfitt sé að spá fyrir um það hve lengi birgðirnar endist.
Á þessum tengli er hægt að sjá hvar hægt er að fá eldsneyti https://aurbjorg.is/bilar/bensin