Hvarfarnir hverfa undan bílunum
Danska tryggingafélagið Codan hefur orðið vart mikillar og ört vaxandi öldu þjófnaða á hvarfakútum undan bílum í Danmörku. En það eru ekki bara hvarfakútarnir sem þjófarnir sækjast eftir heldur líka fleiri dýrum hlutum eins og loftpúðum og hljómtækjum.
Frá þessu er greint í bílatímaritinu Motor-magasinet. Tímaritið greindi frá því í frétt fyrr í sumar að mikil innbrotahrina hefði dunið yfir danskar bílapartasölur með notaða bílavarahluti og þjófarnir einkum stolið hvarfakútum.
Tímaritið nefndi fimm fyrirtæki í notuðum bílavarahlutum og auk þess bílasölur og varahlutaverslanir sem höfðu orðið fyrir þessu. Meðal þeirra var innflytjandi Kia bíla sem er í Fredericia. Hjá Kia innflytjandanum höfðu hvarfakútarnir verið hreinsaðir undan alls um 200 bílum.
Talið er víst að um sé að ræða erlend glæpagengi sem standi að þessu og þýfið sé flutt úr landi og síðan austur á bóginn, til landa sem fyrrum voru Sovétríkin eða lönd á áhrifasvæði þeirra