Hvers vegna lenda tekjulausir helst í bílslysum?
Í nýútkomnu FÍB blaði er fjallað um þá sérkennilegu staðreynd að 80% af þeim sem fá örorkugreiningu á bilinu 1-15% eftir bílslys hafa ekki verið með tekjur samfleytt síðustu þrjú ár fyrir óhappið.
Þetta kom fram í rannsókn sem dr. Guðmundur Sigurðsson lagaprófessor við HR gerði. Í svörum tryggingafélaganna við fyrirspurn FÍB blaðsins um þetta háa hlutfall sögðu þrjú þeirra að þessi niðurstaða væri í samræmi við reynslu þeirra af sambærilegum málum.
Í svari Sjóvár sagði að ástæða væri til að rannsaka sérstaklega hvað geti skýrt að svo stór hluti tjónþola séu ekki skráðir með samfelldar tekjur síðastliðin þrjú ár fyrir tjónsatburð.