Hvert banaslys kostar 659,6 milljónir króna

Komur og innlagnir vegna umferðarslysa eru 8% af komum og innlögnum á Landspítala
Komur og innlagnir vegna umferðarslysa eru 8% af komum og innlögnum á Landspítala

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra svaraði í gær á Alþingi fyrirspurn Vilhjálms Árnasonar þingmanns, um kostnað heilbrigðiskerfisins af umferðarslysum. Fyrirspurnin var í nokkrum liðum og svörin varpa ljósi á þann mikla kostnað sem samfélagið ber af umferðarslysum.  Fyrir utan kostnað heilbrigðiskerfisins þá fylgja umferðaslysum mannlegir harmleikir og annar samfélagslegur skaði.

Fram koma ýmsar sláandi tölur í svari ráðherra varðandi kostnað heilbrigðiskerfisins af banaslysum og alvarlegum slysum.  Vísað er m.a. í skýrslu rannsóknarverkefnisins Kostnaður umferðarslysa við Háskólann í Reykjavík frá 2014. Hvert banaslys í umferðinni er talið kosta 659,6 milljónir króna og hvert alvarlegt slys 86,4 milljónir króna. Í skýrslunni er heildarkostnaður á verðlagi 2013 vegna umferðarslysa áætlaður 48.486 milljónir króna fyrir árið 2015 en þá eru óhöpp án meiðsla undanskilin.

Á árunum 2013, 2014 og 2015 var meðallegutími vegna afleiðinga umferðarlsysa 7,3 dagar á Landspítalanum og Sjúkrahúsinu á Akureyri sem samsvarar 2,2 rýmum á Landspítalanum allt árið síðastliðin þrjú ár og 0,2 rýmum á Sjúkrahúsinu á Akureyri.

Komur og innlagnir vegna umferðarslysa samsvara 8% af komum og innlögnum á Landspítala og 1,3% af komum og innlögnum á Sjúkrahúsið á Akureyri.

Komur eftir umferðarslys og hlutfall þeirra af innlögn á bráðadeild/móttöku
Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri árið 2015.

 

Komur án innlagna
eftir umferðarslys

Innlagnir eftir umferðarslys

Hlutfall umferðarslysa
af heildarbráðakomum

Landspítali

2.377

106

8%

Sjúkrahúsið á Akureyri

197

17

1,3%

Samtals

2.574

123

 

 

Nánari upplýsingar um málið má nálgast hér