Hvert er draumastarf breskra karlmanna?

Í nýlegri skoðanakönnun í Bretlandi var spurt um draumastarf karlmanna. Úrtakið var 1400 breskir karlmenn og var niðurstaðan sú að þriðjungur þeirra sögðu að draumastarfið væri að vinna sem þáttastjórnandi í Top Gear sjónvarpsþáttunum. Þáttunum er í dag stýrt af þeim Jeremy Clarkson, James May og Richard Hammond og þeir eru ekki á útleið.  Top Gear þættirnir eru framleiddir af breska ríkissjónvarpinu BBC og eru einir af vinsælustu skemmtiþáttum Bretlands. Vinsældir þáttarins eru ekki einungis takmarkaðar við Bretlandseyjar. Rúmlega 300 milljónir manna horfa á þáttinn í hverri viku. Niðurstaðan kemur sennilega mörgum ekki á óvart. Hver myndi fúlsa við því að keyra nýjustu og heitusu bílana á ystu nöf og fá að ferðast um allan heiminn. Smíða sér bátabíla og geimskutlu og spila fótbolta með smábílum? Ekki nóg með það því þáttastjórnendurnirn eru á himinháum launum við vinnu sína.  

Eftirtalin störf skoruðu einnig hátt í könnuninni: Atvinnu tölvuleikjaprófari, atvinnu íþróttamaður og Formúlu 1 ökuþór.

Top Gear þættirnir eru ekki ókunnugir Íslendingum. Teymið hefur komið hingað til lands nokkrum sinnum í tengslum við efnisöflun og upptökur fyrir þættina. Árið 2005 prófuðu þeir Jeremy, James og Richard blæjusportbíla við íslenskar aðstæður.  Í sama túr keyrði Richard Hammond ásamt fyrrverandi torfærumeistaranum Gísla Gunnari Jónssyni á torfærubíl yfir Kleifarvatn. Hammond kom aftur ári seinna og keppti þá á sérútbúnum rallýbíl á móti vélknúnum kajak í Jökulsárlóni. Loks kom James May hingað í fyrra og keyrði á Toyota Hilux, breyttum af Arctic Trucks, upp að Fimmvörðuhálsi á meðan gosið stóð þar yfir.

RMR