„Hýrir“ bílar ársins
Alla skapaða hluti er hægt að rannsaka og kanna og árlega er kannað í Bandaríkjunum meðal lesbía og homma hvaða bílar höfða best til þeirra. Út úr þessu hefur svo orðið til listi yfir helstu lesbíu- og hommabíla Bandaríkjanna og nefnist hann -Top Gay Cars.
Þegar aðrir svipaðir listar eru skoðaðir þar sem hópar eins og t.d. tilteknar starfsstéttir, aldurshópar o.s.frv. hafa verið spurðir kemur hins vegar engin sérstök fylgni í ljós milli kynhneigðar fólks og bílasmekks. Sömu bílar koma nefnilega fyrir aftur og aftur í svörum og umfram allt sýnist meiri fylgni vera milli t.d. fjölskyldustærðar, menntunar og starfsumhverfis fólks og bílasmekks.
Bandarísk vefsíða sem nefnist Gaylife hefur sett saman lista yfir helstu homma- og lesbíubílana. Hann er svona:
Porsche Cayman S
Sá besti fyrir homma á framabraut.
Buick Enclave
Besti hommafjölskyldubíllinn.
Scion tC (Toyota)
Besti bíllinn fyrir þá ungu.
Volkswagen EOS
Besti bíllinn fyrir hina yngri og tískumeðvituðu sem búa í borgum.
Dodge Charger
Sá besti fyrir hinn tískumeðvitaða sem býr utan borgar.
Subaru Forester
Bestur fyrir lesbíur með með börn og hund.
Mercedes Benz E320 BLUETEC
Bestur fyrir þá umhverfissinnuðu
Cadillac Escalade
Besti ferða- og sölumannabíllinn.
Lexus LS
Sá besti með tilliti til tækni, endingar og áreiðanleika.
Mazda 6
Mest fyrir peninginn.
Hyundai Sonata
Besti bíllinn fyrir dragdrottninguna.