Hyundai afhjúpar tvinnbíl í Kína

The image “http://www.fib.is/myndir/Accent-hybrid.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Hyundai Accent tvinnbíll.
Hyundai hefur kynnt í Kína hinn gamlakunna Hyundai Accent sem tvinnbíl. Bíllinn er með 1,4 l bensínvél. Við hana er 16 hestafla rafmagnsmótor sem ýmist knýr bílinn áfram ásamt bensínmótornum og hleður upp rafgeyma um leið eða þá knýr bílinn einn og sækir þá strauminn til þess í rafgeymana.
Því er haldið fram að með þessum tvinnbúnaði sem vinnur á sama hátt og í Toyota Prius, minnki bensíneyðslan um 40% miðað við hreinræktaðan bensínbíl.
Þessari nýju gerð af Hyundai Accent er ætlaður sess á bandaríska bílamarkaðinum en þar er mikill áhugi fyrir tvinntækninni auk þess sem Hyundai Accent hefur verið vinsæll smábíll þar. Samkvæmt frétt Reuters mun Accent tvinnbíllinn kosta undir 20 þúsund dollurum í Bandaríkjunum og verða þannig ódýrasti tvinnbíllinn á markaðinum þar. Ekki er búist við að hann verði markaðssettur í Evrópu í bráð. Þar er áhuginn miklu meiri fyrir sparneytnum dísilvélum og Hyundai er einmitt með nýjar dísilvélar tilbúnar fyrir Evrópubúa, m.a. annars í Hyundai Getz sem er Evrópubúum miklu betur að skapi en Hyundai Accent, að því segir í frétt Reuters.