Hyundai í sókn í Evrópu

The image “http://www.fib.is/myndir/VanGent03.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Hans van Gent, forstöðumaður rannsókna- og þróunarmiðstöðvar Hyundai í Evrópu.
Hlutur Hyundai á Evrópumarkaði hefur nánast tvöfaldast á undanförnum þremur árum eða úr 200 í tæplega 400 þúsund bíla sölu á ári. Á sama tíma hafa helstu bílamarkaðir Evrópu staðið í stað eða jafnvel dregist saman. Þessi árangur Hyundai er samkvæmt frétt frá B&L rakinn m.a. til hraðrar uppbyggingar hinnar nýju evrópsku rannsókna- og þróunarmiðstöðvar Hyundai í Russelsheim í Þýskalandi.
Helsta hlutverk miðstöðvarinnar hefur fram til þessa verið að laga alþjóðlegar frumgerðir að kröfum evrópska markaðarins hvað t.a.m. útblásturs- og mengunarstaðla varðar, öryggismál, hávaðamörk og hraðatakmarkanir o.fl. Hyundai hefur lagt mikla áherslu á uppbyggingu þróunarmiðstöðvarinnar og varið tæplega 6% af heildarútgjöldum Hyundai til hennar á þessu ári. Hans van Gent, forstöðumaður miðstöðvarvinnar segir þetta afar hátt hlutfall, borið saman við aðra sambærilega bílaframleiðendur. ekki sé þó ætlunin að draga úr heldur þvert á móti bæta í og efla enn frekar og auka sjálfstæði hennar. Auk evrópsku þróunarmiðstöðvarinnar rekur Hyundai slíka miðstöð í Bandaríkjunum og þá þriðju í Suður-Kóreu.
Van Gent segir að miðstöðin í Russelsheim muni frá og með árinu 2007 sjá alfarið um  að hanna Evrópugerðir Hyundai bíla. Auk þess sé hún í forystuhlutverki við að þróa nýja tvinnbíla sem koma á Evrópumarkað 2007.
The image “http://www.fib.is/myndir/Hyundai-hed1.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Hyundai Hed1, hugmyndarbíll úr rannsókna- og þróunarmiðstöð Hyundai í Russelsheim í Þýskalandi.