Hyundai i10 og Kia Sorento fá viðurkenningar
Breski bílavefurinn What Car? veitti á dögunum tveimur bílategundum viðurkenningu. Annars vegar var um ræða Hyundai i10 og Kia Sorento.
Hyundai i10 var útnefndur besti borgarbíl ársins 2021 þar sem bíllinn var lofaður fyrir hagkvæmni í rekstri, góðan tæknibúnað og ekki síst þægindi þar sem i10 þykir meðal annars einkar hljóðlátur.
Nýr Kia Sorento hefur nú bætt enn einni rósinni í hnappagatið með því að vinna til verðlaunanna sem besti stóri sportjeppi ársins 2021 hjá What Car?
Fjórða kynslóð Kia Sorento kemur nú með þremur mismunandi orkugjöfum; sem tengiltvinnbíll (Plug-in Hybrid), tvinnbíll (Hybrid) og í dísilútfærslu. Nýr Sorento er enn rúmbetri en forveri hans og er sjö manna. Bíllinn hefur auk þess mikla dráttargetu.