Hyundai vann til tvennra verðlauna
Á verðlaunahátíð Future Mobility of the Year (FMOTY) sem fram fór í Seol í Kóreu í lok júlí hlaut Hyundai tvenn verðlaun fyrir hugmyndir sínar á sviði framtíðarsamgangna; annars vegar fyrir vetnisknúna flutningbílinn Neptúnus og hins vegar rafknúna hlaupahjólið e-Scooter sem Hyundai veltir fyrir sér að bjóða með öllum nýjum fólksbílum fyrirtækisins.
Verðlaunahátíð FMOTY er starfrækt á vegum Vísinda- og tæknistofnun Kóreu (Korea Advanced Institute of Science and Technology) og samanstóð dómnefndin af sextán fulltrúum fjölmiðla frá ellefu löndum.
Hlaut Neptúnus fyrstu verðlaun í flokki almennings- og vöruflutningasamgangna (Public & Commercial) og sömuleiðis innbyggða rafskutlan í einstaklimgsflokki (Personal). Alls stóð val dómnefndarinnar um 71 hugmynd framleiðenda sem þeir hafa kynnt á alþjóðlegum bílasýningum undanfarinn misseri.
Hönnun vetnisknúna flutningabílsins HDC-6 NEPTUNE, sem var kynntur á North American Commercial Vehicle Show í nóvember 2019, sækir innblástur sinn til hinna fornfrægu farþega- og vöruflutningalesta Bandaríkjanna um 1930 (Art Deco) og er hugmynd Hyundai með Neptúnus að innleiða mengunarlausan flutningamáta þar sem flutt er mikið vörumagn um langan veg eins og raunin er í Norður-Ameríku.
Hyundai vinnur að þróttmiklu verkefni á sviði vetnisknúinna samgangna og er t.d. um þessar mundir í samstarfi við aðila í Sviss um innleiðingu tæplega tvö þúsund vetnisknúinna vöruflutningabíla sem eiga að vera komnir í rekstur 2025. Hyundai hefur þegar sent fyrstu tíu bílana til Sviss, en þeir eru jafnframt fyrstu fjöldaframleiddu flutningabílar heims knúnir með vetni.