Hyundai/Kia veðjar á dísil- og tvinnbíla

The image “http://www.fib.is/myndir/HyundaiS.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Hyundai í Kóreu og dótturfyrirtækið Kia hyggst ná markmiðum um aðeins 140 grömm af koldíoxíði á ekinn kílómeter fyrir árið 2009 með þrennum hætti: Með fleiri dísilbílum, fleiri smábílum og fleiri tvinnbílum.
Fyrir árið 2009 eiga allir bílar sem framleiddir eru í Japan og Kóreu að pústa út að meðaltali mest 140 grömmum af gróðurhúsaloftteguninni koldíoxíði á hvern bíl pr. ekinn kílómetra. Þetta er í samræmi við frjálst samkomulag milli Evrópusambandsins og þeirra framleiðenda sem selja bíla sína í Evrópu. Evrópskir bílaframleiðendur skulu ná 140 gramma markinu ári fyrr; 2008.  
Eins og nú háttar eru bílar Kia og Hyundai nokkuð yfir þessu marki og til að ná því er ætlunin að auka verulega úrval dísilvéla í Kia og Hyundaibílum sem hefur verið lítið fram að þessu. En jafnframt dísilvæðingunni verður aukin áhersla lögð á tvinntæknina og verða bílar með henni í boði í Evrópu frá haustinu 2006 að sögn Hans van Gent tækniþróunarstjóra í tæknimiðstöð Hyundai í Rüsselsheim í Þýskalandi.
Nýju dísilvæðingunni mun sjá stað strax í lok þessa árs þegar ný kynslóð smábílsins Hyundai Atos með dísilvél með kemur á Evrópumarkað. Haustið 2006 kemur svo á markað nýr meðalstór fólksbíll sem smíðaður verður í nýrri verksmiðju Kia í Slóvakíu. Að sögn Helgu Guðrúnar Jónasdóttur hjá B&L er sömuleiðis stóri þægindabíllinn Hyundai Sonata væntanlegur með dísilvél á næsta ári.
The image “http://www.fib.is/myndir/HyundaiS2.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Hyundai Sonata - kemur með dísilvél á næsta ári.