Íbúar sendi ábendingar um holur
Starfsmenn Reykjavíkurborgar vilja bregðast skjótt við holum sem myndast í malbiki sem getur gerst í rysjóttri tíð eins og verið hefur undanfarið. Viðgerðir á holum sem valdið geta slysi eða tjóni á ökutækjum hafa hæsta forgang og gert er við þær eins skjótt og mögulegt er eða sett viðeigandi varúðarskilti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.
Þeir sem vilja koma ábendingu á framfæri um holumyndun geta hringt í síma- og þjónustuver Reykjavíkurborgar í síma 411 1111 eða sett inn á ábendingavef Reykjavíkurborgar > reykjavik.is/abendingar.
Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) býður upp á snjallsímaforrit (app) sem veitir vegfarendum tækifæri með einföldum hætti til að koma upplýsingum um holur í götum og vegum til veghaldara. Tilgangur FÍB með holu-appinu er að auka öryggi vegfarenda í umferðinni og draga um leið úr tjónakostnaði bíleigenda og samfélagsins í heild. Hér ásamt fleiri upplýsingum er hægt að nálgast Holu appið
Ábendingakerfið er tengt verkstjórnarkerfi hverfamiðstöðvanna og er því besta leiðin til að koma ábendingum áleiðis.