Infiniti í Frankfurt
Infiniti EX35.
Bílasýningin mikla sem haldin er annað hvert ár í Frankfurt verður opnuð eftir viku. Fjöldamargar nýjungar og frumgerðir verða að vanda sýndar þar. Meðal þeirra eru bílar af Infiniti sem er lúxusmerki Nissan, svipað og Lexus hjá Toyota. Infiniti hefur átt góðu gengi að fagna í Bandaríkjunum undanfarin mörg ár og nú mun röðin komin að Evrópu því sala á Infinity bílum þar hefst á næsta ári.
Aðal-glansnúmerið á sýningarsvæði Infiniti í Frankfurt verður hugmyndarbíllin eða frumgerðin EX35, sem er blendingur nokkurra fjórhjóladrifinna Infiniti bíla. Vélin í þessum EX35 er 3,5 l 290 ha. V6 vél.
Erlendir bílamiðlar greina frá því að ýmist sé verið að stofna ný söluumboð í Evrópu fyrir Infiniti eða setja á fót sérdeildir innan Nissan söluumboða fyrir vörumerkið. Þau fyrstu sem þegar eru tilbúin séu í Þýskalandi og eigi salan að hefjast með næsta vori.
Auk EX35 verður lúxusdrossían G35 einnig sýnd í Frankfurt. G35/G37 er mest selda Infiniti-gerðin í Bandaríkjunum. Aflmestur Infiniti G bílanna er með 3,7 lítra V6, 330 ha. vél og stýringu á afturhjólunum auk hinnar hefðbundnu á framhjólunum.