Innkallanir hjá Brimborg og Toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf og Toyota um að innkallanir á samtals 95 bifreiðum.
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf um að innkalla þurfi 44 Ford Mondeo bifreiðar af árgerð 2014-2016. Ástæða innköllunarinnar er að Ford Motor Company hefur sent Brimborg upplýsingar um að gæðaeftirlit hafi leitt í ljós að nauðsynlegt er að skipta um bolta sem halda hjálparmótor. Umræddir boltar geta gefið sig vegna tæringar.
Þá hefur Neytendastofu borist tilkynning frá Toyota á Íslandi ehf um að innkalla þurfi 51 Toyota Proace bifreiðar af árgerð 2016 - 2019. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að tímareim getur slitnað fyrir áætlaðan líftíma.
Viðkomandi bifreiðareigendum verður tilkynnt um innköllunina bréfleiðis.
Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við umboðið ef þeir eru í vafa.