Innköllun á Subaru
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um innköllun á 112 Subaru bifreiðum. Um er að ræða Legacy og Outback af árgerðunum 2004 til 2009 og Impreza af árgerðunum 2008 til 2010.
Ástæða innköllunarinnar er að spennufall getur myndast í tengi fyrir bensíndælu sem orsakar sambandsleysi. Möguleiki er á að sé bíll lengi í gang drepi á sér. Viðgerð felur í sér að skipt verður um rafkerfi bensíndælu. Mögulega þarf að skipta um tengi inn á bensíndælu eða efri hluta dælunnar.
Aðgerðin er eigendum að kostnaðarlausu og tekur um eina eða tvær klukkustundir. Bréf verða send til bíleigenda á næstu dögum.
Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við BL ehf. ef þeir eru í vafa.