Innköllun hjá Honda
Honda Motor Co innkallaði í morgun 304.035 bíla víða um heim, vegna galla í loftpúðum.
Gallinn er sá að loftpúðar geta átt það til að springa fyrirvaralaust út. Um 20 manns munu hafi meiðst af þessum sökum. Þetta er sjötta innköllunin hjá Honda á þremur árum. Reuters fréttastofan greinir frá þessu.
Innköllunin nú nær til bíla sem flestir eru af gerðunum Accord, Civic og Odyssey og sem byggðir voru á árunum 2001 og 2002. Langflestir þeirra eða um 273 þúsund eru í Bandaríkjunum en einnig í Kanada, Japan, Ástralíu, Taiwan og Singapore og víðar.