iRap veitt alþjóðleg umferðaröryggisverðlaun
Alþjóðlegu vegaöryggissamtökunum iRAP voru á dögunum veitt Prince Michael umferðaröryggisverðlaunin. Verðlaunin eru veitt þeim aðila sem hefur það að markmiði að berjast fyrir bættu umferðaröryggi um allan heim. Irap hefur orðið mjög ágengt í baráttu sinni og er vel þessu verðlaunum komið.
Við þetta tækifæri vilja Irap samtökin koma þakklæti á framfæri til allra samstarfsðila sinna um heim allan. Framtíðarsýn iRAP verður alltaf að berjast fyrir bættu umferðaröryggi, fækka banaslysum og alvarlegum áföllum á vegum úti. Alþjóða akstursíþróttasambandsins,FIA, gerir þetta ennfremur mögulegt með ótrúlegum stuðningi í gegnum tíðina.
Michael prins hefur frá upphafi verið áhugasamur um að afhenda verðlaun sín persónulega og hefur gert það í mörgum löndum um allan heim. Hann hefur einnig boðið vinningshöfum til athafnar sem haldin er ár hvert í London til að fagna velgengni þeirra og til að veita þeim tækifæri til að hitta hvort annað og aðra sem gegna mikilvægum hlutverkum í umferðaröryggi. Í ár vegna ferðatakmarkana, sökum Covid-19 var ekki hægt að halda athöfn í London.
Þess má geta að alþjóðlegu vegaöryggissamtökin iRAP eru móðursamtök EuroRAP sem hefur allt frá árinu 2005 tekið út öryggi íslenskra vega.