Isavia svarar loks - ofurhækkanirnar standa
Svar hefur loks borist frá Isavia við mótmælum FÍB gegn fyrirhuguðum ofurhækkunum bílastæðagjalda við Leifsstöð. Svarið er undirritað af forstjóranum; Birni Óla Haukssyni og er efnislega samhljóða því sem áður hefur komið fram, m.a. á heimasíðu Isavia og í viðtölum fjölmiðla við fréttafulltrúa ríkisfyrirtækisins um að tekjur af einstökum rekstrarþáttum Keflavíkurflugvallar skuli standa undir kostnaði við þá þjónustu sem veitt er.
Hið seint komna svar er í stuttu máli það að boðaðar ofurhækkanir taka gildi á föstudaginn kemur, þann 1. apríl. Þá hækka stöðugjöldin um 30-117 prósent og eru því órafjarri íslenskum efnahagsraunveruleika eins og hann er nú. Í svari sínu segist forstjórinn skilja að hækkanir á þjónustugjöldum í og við Flugstöð Leifs Eiríkssonar séu ekkert sérstakt gleðiefni. Þessi hækkun sé bara óhjákvæmileg og í rauninni tímabær. Því er FÍB algerlega ósammála eins og komið hefur fram áður.
Ríkiseinokunarfyrirbærið Isavia ræðst að ferðalöngum
Gríðarlegar stöðugjaldahækkanir Isavia í skjóli einokunar
Stjórn FÍB mótmælir sjálftöku Isavia