Íslandsvinur í vanda?

Jeremy Clarkson aðalkallinn í bílatengdu skemmtiþáttaseríunni Top Gear í BBC sjónvarpinu hefur verið rekinn og Top Gear þætti sem sýna átti á sunnudag verið frestað. TopGear er vinsælasta sjónvarpsframleiðsla BBC nokkru sinni og sýnt við gríðarlegar vinsældir um allan heim og ekkert lát þar á. Mörgum finnst það afar ólíklegt að Top Gear eigi sér líf fyrir höndum án Clarkson þannig að framtíð þáttanna er í óvissu. Það er því varla útséð með það hvort brottreksturinn stendur eða ekki því að reka Clarkson frá framleiðslunni er ekki ósvipað því fyrir BBC að eiga gullgæs en ákveða að snúa hana úr hálsliðnum.

Yfirmenn BBC settu Clarkson á hálfgert skilorð fyrir nokkrum mánuðum vegna ógætilegra ummæla sem hann hafði viðhaft. En í þetta sinn voru það ekki ný ummæli sem fylltu mælinn hjá BBC, heldur á Clarkson að hafa slegið til eins af framleiðendum þáttanna eftir að tökum lauk á nýjum þætti er fram fóru í Newcastle á N. Englandi í sl. viku..

http://www.fib.is/myndir/clarkson.jpg
Top Gear kynnar James May, Jeremy Clarkson og Richard Hammond við Bláa Lónið með Ólafi Guðmundssyni.