Íslendingar ferðuðust um eigið land í sumar
07.09.2005
Flestir þeirra sem svöruðu spurningu okkar hér á heimasíðu FÍB um hvert var farið í sumarleyfinu sögðust hafa ferðast um eigið land, Ísland. Svarendur voru alls 1822 og 784 eða 44% ferðuðust um Ísland.
Næst flestir svarenda voru Spánarfarar eða 11%. Norðurlöndin reyndust vera þriðja vinsælasta ferðasvæðið en þangað fóru 9% og fjórða vinsælasta svæðið var Þýskaland með 7%. Litlu færri eða tæp 7% fóru hvergi og voru heima í fríinu, Rúm 5% fóru til Tékklands, tæp 4% til Bandaríkjanna og tæp 3% til Bretlands.