Íslensk hjólbarðaverksmiðja?
Fréttavefur Morgunblaðsins greinir frá því að í bígerð sé að gangsetja á Íslandi umhverfisvæna verksmiðju sem framleiða á vetrarhjólbarða sem sérstaklega eru gerðir fyrir erfiðar vetraraðstæður á norðlægum slóðum. Stofnað hefur verið félagið Iceland Tyres. Að því standa erlendir og innlendir fjárfestar Framkvæmdastjóri er Gunnlaugur Erlendsson.
Gunnlaugur segir við Morgunblaðið að þeir sem standa að baki félaginu séu leiðandi norrænir sérfræðingar í dekkjaiðnaðinum frá Nokian Tyres í Finnlandi og hópur af fjárfestum m.a. frá Íslandi, Finnlandi, Svíþjóð og Þýskalandi.
Ekki sé ætlunin að framleiða nokkur dekk í hátækniverskmiðjunni fyrirhuguðu, heldur nokkrar milljónir þeirra. Stefnt sé að því..... „að byggja dekkjaverksmiðju sem yrði sú umhverfisvænsta í heiminum... Slík umhverfisvæn dekk eru flókin markaðsvara sem er bundin mörgum öryggisstöðlum, og framleiðsla þeirra byggist á hugarafli og starfskrafti frekar en að vera orkufrekur iðnaður,“ segir Gunnlaugur.