Jarðgöng talin æskilegri kostur

Jarðgöng eru nú metin æskilegri kostur fyrir Miklubraut en stokkur sem lengi hefur aðallega verið í umræðunni. Fjórar útfærslur eru til skoðunar fyrir framkvæmdir á Miklabraut, tvær fyrir stokk og tvær fyrir jarðgöng. Að mati þekkingafyrirtækisins EFLU, sem veitir fjölbreytta þjónustu á öllum helstu sviðum verkfræði, tækni og tengdra greina, ætti að fara með jarðgöng á næsta hönnunarstig.

Jarðgöng taki ekki lengri tíma

Jarðgöng eru æskilegri kostur en stokkur fyrir Miklubraut í Reykjavík að mati ráðgjafa EFLU. Frumdrög að samanburði á því voru kynnt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar í síðustu viku að því er fram kemur í umfjöllun ruv.is Fjórar útfærslur eru til skoðunar, tvær fyrir stokk og tvær fyrir göng. Ekki hefur verið ákveðið hvor leiðin verður farin þar sem það er háð uppfærslu samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Það er þó mat EFLU að fyrri útfærsla jarðganganna, J2e, sé æskilegasti valkosturinn til að fara með áfram á næsta hönnunarstig. Fram kemur í umfjölluninni að það taki ekki lengri tíma að gera jarðgöng auk þess sem litlar breytingar yrðu á undirbúningi framkvæmdarinnar ábatinn af því að velja göngin sé meiri.

Samkvæmt drögunum er lítill munur á áætluðum stofnkostnaði eftir því hvaða leið er farin. Seinni útfærslan á jarðgöngum, J2e, reiknast með lægstan stofnkostnað, 45 milljarða króna, og er um 8,7 milljörðum minna en fyrsta útfærsla. Áætlaður stofnkostnaður fyrir jarðgöng J2d, sem EFLA telur æskilegastan, er 53.7 milljarðar. Það er 400 milljónum ódýrara en stofnkostnaður fyrir stokk 2, en 800 milljónum dýrara en stofnkostnaður fyrir stokk 1.

Núvirtur ábati af jarðgöngum, hvort heldur sem er fyrsta eða önnur útfærsla, er 39,3-48 milljarðar yfir 40 ára tímabil. Ábatinn á stokkunum er hins vegar enginn, eða neikvæður um 10,6 milljarða fyrir stokk 1 og um 9,8 milljarða fyrir stokk 2.

Jarðgöng undir Miklubraut yrðu þau níundu lengstu á landinu

Jarðgöng undir Miklubraut í Reykjavík yrðu 4,1 kílómetri að lengd með gangatengingu við Kringlumýrarbraut.Verði jarðgöng undir Miklubraut í Reykjavík að veruleika verða þau níundu lengstu jarðgöng á landinu, á eftir Bolungarvíkurgöngum. Samkvæmt mati EFLU eru 2,8 kílómetra löng jarðgöng undir Miklubraut, með 1,3 kílómetra langri gangatengingu frá Kringlumýrarbraut, æskilegasti kosturinn af þeim útfærslum sem til skoðunar eru.

Samkvæmt mati verkfræðistofunnar EFLU eru jarðgöng æskilegri kostur en stokkur fyrir Miklubraut. Fjórar útfærslur eru til skoðunar, tvær útfærslur af stokki og tvær af jarðgöngum, og samkvæmt mati Eflu er fyrri útfærsla jarðganga æskilegasti valkosturinn til að fara með áfram á næsta hönnunarstig.

Útfærslan sem EFLA mælir með eru 2,8 kílómetra löng jarðgöng, raunar tvö samsíða göng með tveimur akreinum, sitt í hvora áttina, undir Miklubraut frá Skeifunni að Snorrabraut til móts við Landspítala. Þar að auki er 1,3 kílómetra löng gangatenging Kringlumýrarbraut sem tengist Miklubrautargöngunum í vesturátt, með tveimur samsíða, einbreiðum göngum.