Kallar eftir þjóðarátaki í upp­bygg­ingu vega

Umræða um ástand vega í land­inu hef­ur verið há­vær und­an­farið. Runólfur Ólafsson, fram­kvæmda­stjóri Fé­lags ís­lenskra bif­reiðaeig­anda, FÍB, seg­ir fjölda til­kynn­inga hafa borist á borð fé­lags­ins. Veg­irn­ir séu hættu­leg­ir og staðan sé al­var­leg. Þetta kom fram í viðtali við Runólf á mbl.is. Af þessu tilefni slóst hann í för mbl.is um götur á höfuðborgarsvæðinu og kannaði málið.

Í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn mbl.is seg­ir Vega­gerðin að tólf tjónstil­kynn­ing­ar hafi borist það sem af er mars. 150 hafi borist í fe­brú­ar en stór hluti þeirra var þá vegna bik­blæðinga sem urðu á Vest­ur­landi í mánuðinum.Holutjón eru þó lang­flest á höfuðborg­ar­svæðinu en einnig á Hring­veg­in­um á Suður­landi.

Ábyrgð veg­hald­ara hér á landi mun minni en í ná­granna­lönd­um

Run­ólf­ur Ólafs­son seg­ir veru­leg muna­tjón hafa orðið á bíl­um. Einnig sé ábyrgð veg­hald­ara hér á landi mun minni en í ná­granna­lönd­um og geti því hinn al­menni veg­far­andi á öku­tækj­um orðið fyr­ir miklu tjóni án þess að fá það bætt.

Þá kall­ar Runólfur eft­ir þjóðarátaki í upp­bygg­ingu vega. Hundrað millj­arðar séu tekn­ir af bíl­um og um­ferð í formi skatta. Þar af fari inn­an við einn þriðji af því í upp­bygg­ingu vega­kerf­is­ins. Þetta er dýr­mæt­asta eign rík­is­ins og það þarf að viðhalda þeim.

Vega­kerfið sé í raun að hruni komið

Á Breiðholts­braut voru starfs­menn verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins Loftorku að störf­um við að fylla í hol­ur í gær. Í sam­tali við mbl.is seg­ir Friðrik Andrés­son, verk­stjóri Loftorku, ekki endi­lega vera meira að gera en vana­lega þar sem fyr­ir­tækið sé að störf­um alla daga við ýmis verk­efni.

Hins veg­ar hafi ík­asti, sem það kall­ast þegar hol­ur veg­anna eru fyllt­ar, fjölgað og hef­ur fyr­ir­tækið sinnt því mikið þegar veður leyf­ir, sem sé alls ekki gefið svo snemma á ár­inu. Hann seg­ir hol­ur veg­anna nú vera stærri og að vega­kerfið sé í raun að hruni komið.