Kanada setur lög um ESC-stöðugleikakerfi í alla bíla 2011

http://www.fib.is/myndir/Choose-edc-logo.jpg

Samgönguráðuneytið í Kanada vinnur nú að lagasetningu um það ESD- stöðugleikakerfi verði skyldubúnaður í öllum bílum eftir 2012. Lagasetningin skilgreinir jafnframt hvað stöðugleikabúaður er, hvað hann gerir og hvað hann skuli heita.

Margskonar skammstafanir fyrirfinnast yfir fyrirbærið eftir því hvaða bíltegund á í hlut. Heimssamtök bifreiðaeigenda FIA, hafa lagt til að hún verði ESC (Electronic Stability Control) og hefur Evrópuráðið eindregið fallist á það og hyggjast nú Kanadamenn fara að dæmi Evrópuráðsins og gefa búnaðinum sama nafn.

Með lagasetningunni eru Kanadamenn að feta sömu slóð og Bandaríkjamenn sem nýlega settu lög um að frá 2011 verði allir nýir bílar búnir ESC stöðugleikabúnaði. Evrópusambandið hyggst hinsvegar fara mýkri leið og höfða til almennings um að velja bíla með ESC og bílaframleiðenda um að ESC verði staðalbúnaður í öllum bílum.

Evrópuráðherra umferðarmála, Viviane Reding vill þó fara hörðu leiðina því hún lýsti því yfir á fundi með ADAC, systurfélagi FÍB í Þýskalandi, að hún hyggðist vinna að því að gera ESC að lögskyldum búnaði í öllum bílum frá 2011. Yfirlýsinguna gaf ráðherrann eftir að hafa fengið að kynnast virkni og kostum ESC kerfisins hjá sérfræðingum ADAC í tilraunastöð félagsins í Grevenbroich.

Evrópuráðið er aðili að nýju átaki í því skyni að hvetja almenning til að velja bíla með ESC og bílaframleiðendur til að gera búnaðinn að staðalbúnaði í öllum bílum. Átakið heitir „Choose ESC." Helsti talsmaður átaksins er Michael Schumacher, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1. Hægt er að fræðast nánar um átakið á sérstakri heimasíðu þess,
http://www.fib.is/myndir/Viviane_Reding_2.jpg
Samkvæmt rannsókn sem gerð hefur verið við háskólann í Köln í Þýskalandi myndu umferðarslys verða 100 þúsund færri í Evrópusambandinu ef allir bílar væru með ESC búnaði. Jafnframt myndu 4000 færri farast í umferðarslysum. Þetta myndi ennfremur þýða útgjaldasparnað upp á samtals 16 milljarða evra hjá ríkissjóðum Evrópusambandslandanna 27.

 

Viviane Reding.