Kaupin enn ófrágengin
Í frétt okkar hér að neðan um ódýrasta bíl veraldar kemur fram að framleiðandi hans, hið indverska Tata sé búið að kaupa Land Rover og Jaguar af Ford.
Af þvi tilefni hafði Andrés Jónsson upplýsingafulltrúi Land Rover á Íslandi samband og upplýsti að kaupin væru enn ekki frágengin og kaupsamningum ekki lokið. Þetta leiðréttist hér með.