Kaupmannahafnarbúar fá sér fleiri bíla
27.07.2005
Fleiri og fleiri íbúar Kaupmannahafnar fá sér bíla. Þeim fjölskyldum sem ekki eiga og reka bíl fer fækkandi. Ritzau fréttastofan greinir frá þessu og segir að hverfunum næst miðborginni eigi nú um það bil helmingur heimila bíl og í borginni í heild eigi um það bil þriðja hvert heimili bíl. Fyrir áratug átti einungis fimmta hvert heimili bíl. Um það bil 16 þúsund fleiri heimili í miðborginni eigi bíl nú heldur en var fyrir áratug.
Bílaeign er greinilega mismikil eftir borgarhverfum Kaupmannahafnar. Þannig eiga hlutfallslega fleiri heimili bíla í póstnúmerinu 1500 V í Kaupmannahöfn og 1800 Frederiksberg C heldur en í mörgum borgum og bæjum úti um landið, t.d. í Esbjerg, Helsingør og Brabrand við Århus.