Kemi ehf – nýr FÍB afsláttaraðili

Nýr aðili hefur bæst í hóp þeirra sem veita FÍB afslátt gegn framvísun félagskírteinisins. Það er Kemi ehf. Tunguhálsi 10. Kemi ehf  hefur á boðstólum hverskonar bílavörur eins og smurolíur frá Elf og frá Irving Oil í Kanada sem eitt sinn var nálægt því að hefja rekstur eldsneytisafgreiðslustöðva hér á landi. Smurolíurnar frá Elf og Irving Oil fást fyrir flestallar gerðir véla í bílum og vinnuvélum, stórum sem litlum.

http://www.fib.is/myndir/irvingoil-logo.jpg
http://www.fib.is/myndir/Elf-olia.jpg

Á heimasíðu Kemi er hlekkur inn á sérstakan „olíuráðgjafa.“ Með honum má auðveldlega finna hvaða olíugerð hentar best vélinni í heimilisbílnum og framleiðandi bílsins mælir með að sé notuð.

 Af öðrum vörum sem tengjast bílnum og heimilinu sem Kemi býður upp á  má nefna teflon smurefni, koppafeiti,  bílabón og sápur í úrvali, mjög góðan felguhreinsi, mælaborðshreinsi, áklæðishreinsi og dekkjakvoðu. Hjá Kemi má finna nánast allar þær bílatengdu vörur sem fást á venjulegri bensínstöð fyrir utan eldsneytið.