Kia efst fimmta árið í röð hjá J.D Power
Kia er í efsta sætinu í árlegri áreiðanleikakönnun bandaríska greiningarfyrirtækisins J.D. Power yfir bílamerki sem ekki teljast til lúxusmerkja. Þetta er fimmta árið í röð sem Kia er í efsta sætinu í könnun J.D. Power.
Þrír Kia bílar urðu efstir í sínum flokkum. Kia Rio sigraði í flokki smábíla, Kia Sportage í flokki sportjeppa og Kia Forte, sem ekki er fáanlegur hér á landi, sigraði í flokki millistórra fólksbíla. Þá urðu Kia Stinger og Kia Optima í 2-3 sæti í sínum flokkum.
Í könnun J.D. Power voru rúmlega 76 þúsund bíleigendur nýlegra bíla spurðir alls 233 spurninga á örgum mismunandi sviðum um áreiðanleika bíla þeirra og bilanir á fjórum mánuðum, febrúar til maí. Með þessari könnun er J.D Power að fá sem besta mynd af gæðum bíla allra bílaframleiðenda.