Kia efst hjá J.D. Power þriðja árið í röð
Kia er í efsta sæti þriðja árið í röð í árlegri áreiðanleikakönnun bandaríska greiningarfyrirtækisins J.D. Power í flokki fjöldaframleiddra bíla. Lexus varð í efsta sæti í flokki lúxusmerkja. Þrír bílar Kia, Sportage, Optima og Forte eru áreiðanlegustu bílar í sínum flokkum í könnnuninni.
Í könnun J.D. Power voru rúmlega 30 þúsund bíleigendur þriggja ára gamalla bíla spurðir fjölmargra spurninga á mörgum mismunandi svipuð um áreiðanleika bíla þeirra og bilanir á síðustu 12 mánuði.
Með þessari könnun er J.D Power að fá sem besta mynd af gæðum bíla allra bílaframleiðanda. Þetta er í 37. skipti sem könnun J.D. Power er framkvæmd en hún þykir ein virtasta áreiðanleikakönnun í bílageiranum.
,,J.D Power safnar saman tugum þúsunda upplýsinga frá bíleigendum. Viðskiptavinir Kia hafa gefið framleiðandanum mjög háa einkunn og hrósa reynslu sinni af þriggja ára eigendasögu Kia bíla. Með því að vinna könnunina þriðja árið í röð í flokki fjöldaframleiddra bíla er ljóst að Kia hlustar á viðskiptavini sína og færir þeim þann mikla áreiðanleika sem þeir óska eftir," segir Doug Betts, forstjóri alþjóðdeildar J.D. Power.