Kia EV6 valinn rafbíll ársins hjá Autocar
Kia EV6 var valinn rafbíll ársins 2022 hjá bílatímaritinu Autocar sem er elsta bílatímarit heims. EV6 hefur sankað að sér verðlaunum síðan bíllinn kom á markað á síðasta ári. Hann var m.a. valinn Bíll ársins í Evrópu 2022 fyrir stuttu.
EV6 er einn af 14 nýjum EV rafbílum Kia sem fyrirtækið mun hyggst setja á markað fyrir árið 2027. Kia EV6 hefur allt að 528 km drægi á rafhlöðunni og getur hlaðið 10-80% á aðeins 18 mínútum. Hvort tveggja er með því besta sem þekkist í rafbílaheiminum.
Þýski bílahönnuðurinn þykir hafa náð afburða árangur í hönnun í bílaiðnaðinum og hefur m.a. hlotið Gullna stýrið á vegum þýsku bílaritinna Bild am Sonntag og AutoBild sem veita verðlaunin sem þykja mjög eftirsótt.
Við sama tækifæri var Peter Schreyer, forstjóra hjá Kia Motors og yfirhönnuð hjá fyrirtækinu, veit sérstök heiðursverðlaunum ,,Lifetime Achievement Award" fyrir áratuga starf í þágu bílaiðnaðarins.