Kia EV9 frumsýndur um helgina
Rafjeppinn Kia EV9 verður frumsýndur næstkomandi laugardag kl 12-16 í sýningarsal Kia að Krókhálsi 13. Kia EV9 er byggður á hinum byltingarkennda E-GMP undirvagni (Electric Global Modular Platform) sem veitir kraftmikil afköst.
Drægni EV9 er allt að 522 km samkvæmt WLTP-staðli. Með ofurhraðri hleðslugetu er hægt að fylla á EV9-rafhlöðuna og ná 249 km drægni á um það bil 15 mínútum. EV9 kemur fyrst um sinn í GT-Line útfærslu sem er fjórhjóladrifinn og skilar hröðun frá 0-100km/klst á einungis 5,3s.
Þessi stóri og stæðilegi rafjeppi er með sæti fyrir sex eða sjö manns. Útlitið er djarft og nútímalegt en á sama tíma heldur bíllinn sínum sérkennum.