Kia hlýtur viðurkenningar

Kia hlaut fjórar virtar viðurkenningar í samgönguflokki GOOD DESIGN-verðlaunanna 2022 fyrir Niro, EV9-hugmyndabílinn, EV-upplýsinga- og afþreyingarkerfið og Magenta Design-upplýsinga- og afþreyingarkerfið.

Nýr Kia Niro hlaut verðlaun fyrir kraftmikla hönnun sem sækir innblástur í hönnunarstefnu vörumerkisins, „Opposites United“, þar sem andstæðum er teflt saman, þá sérstaklega í hönnunarundirstöðu hennar „Joy for Reason“.

Kia EV9-hugmyndabíllinn samræmist skuldbindingu Kia um sjálfbærar samgöngulausnir. Hönnun hugmyndabílsins sótti innblástur í náttúruna og í framleiðsluferli bílsins er m.a. notast við endurunnin efni t.d. plast sem hafa verið hreinsuð úr úthöfum og ám.

EV-upplýsinga- og afþreyingarkerfið og Magenta Design-upplýsinga- og afþreyingarkerfið frá Kia eru sérhönnuð fyrir rafbíla. Það byggir  á glæsilegu myndrænu notendaviðmóti sem skapar fínlega og mjúka tilfinningu sem er umlykjandi í allir hönnuninni.

GOOD DESIGN-verðlaunin verða afhent í 72. sinn í ár og eru ein af hönnunarsamkeppnunum sem eiga sér hvað lengsta sögu í heiminum. Á hverju ári er valinn listi yfir bestu vöruhönnunina og grafísku hönnunina sem hefur farið ótroðnar slóðir í tengslum við nýsköpun og farið fram úr væntingum sambærilegra vara á markaðnum.