Kia Sorento vinnur til Red og iF hönnunarverðlauna
Kia vann bæði til Red Dot og iF hönnunarverðlauna á dögunum í flokki stórra sportjeppa fyrir hinn nýja Kia Sorento Plug-in Hybrid. Sorento, sem er flaggskip bílaflota Kia, hefur þegar unnið til fjölda verðlauna á undanförnum mánuðum.
Sorento fékk m.a. Gullna stýrið í Þýskalandi í flokki stórra sportjeppa og verðlaun fyrir bestu hönnunina hjá Auto Bild Allrad. Nú er tengiltvinnútfærsla bílsins einnig verðlaunuð fyrir fallega hönnun hjá Red Dot og iF en verðlaunin hjá þessum aðilum þykja þau eftirsóknarverðustu í hönnunarheiminum.
Kia hefur fengið alls 47 Red Dot og iF hönnunarverðlaun fyrir bíla sína síðan 2009 sem er einstakur árangur.