Kia sýnir nýjasta rafbílinn í París
Stórleikarinn Robert De Niro verður sérlegur sendiherra hins nýja rafbíls Kia e-Niro og mun auglýsa hann og kynna á næstu vikum og mánuðum. Kia e-Niro verður í sviðljósinu á Alþjóðlegu bílasýningunni í París. Kia verður með margt annað spennandi í gangi á sýningunni.
Nýr Kia Ceed GT verður frumsýndur en þetta er alfmesta útgáfan af Ceed línunni. Undir húddinu er 1,6 lítra vél með forþjöppu sem skilar 200 hestöflum og 265 Nm í togi. GT bíllinn er aðeins 6,2 sekúndur í hundraðið. Bíllinn er mjög sportlegur í útliti bæði að innan sem utan. Kia GT er með sportlegri fjörðun og býður upp á sportlegri aksturseiginleika en hefðbundinn Ceed.
Nýr Kia Ceed með GT Line útlitspakkanum verður frumsýndur á bílasýningunni sem og nýr Kia ProCeed. GT Line er sportleg útfærsla af hinum hefðbundna Kia Ceed sem frumsýndur var fyrir stuttu. Nýr GT Line verður í boði bæði í 5 dyra hlaðbaks- og Sportswagon langbaks útfærslum.
Hann kemur með sportlegri fjöðrun og með þrenns konar vélarútfærslum, 1,6 lítra CRDi dísilvél sem skilar 136 hestöflum og tvenns konar bensínvélum, 1,0 og 1,4 lítra sem skila 120 og 140 hestöflum.
GT Line er með ýmsum sportlegum útlitsbúnaði og má þar nefna portstuðara, sportfelgur, tvöfalt pústkerfi með krómáferð og LED afturljós með áberandi GT Line merkinu á afturhleranum. Innanrými bílsins er einnig sérlega sportlegt og m.a. með sérstökum sportsætum. Bíllinn fer í sölu á heimsvísu snemma á næsta ári.
Nýr ProCeed er einnig mjög spennandi bíll úr smiðju Kia en hann er eins og aðrir Kia Ceed bílar framleiddur í hátæknivæddri verksmiðju Kia í Zilina í Slóavíku. Proceed er rúmlega 4,6 metra langur og aðeins lengri en Sportswagon. ProCeed verður með mjög mikið farangursrými eða alls 594 lítra en Sportswagon er aðeins rúmbetri þar með alls 625 lítra farangursrými.
Kia mun eins og áður segir einnig sýna nýjasta rafbíl fyrirtækisins Kia e-Niro á bílasýningunni í París. Þetta er ný útgáfa af Kia Niro sem fæst nú þegar í Hybrid og Plug-in Hybrid útfærslum. Þessi nýjasta útfærsla Kia e-Niro er með engum útblæstri enda um hreinan rafbíl að ræða. Kia e-Niro er með nýjum og tæknivæddum 64 kWh lithium rafhlöðupakka sem skilar bílnum drægni upp á alls 485 km í blönduðum akstri og allt að 615 km í borgarakstri.
Rafmótorinn skilar alls 204 hestöflum og 395 Nm í togi. Bíllinn er aðeins 7,8 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km hraða. Kia e-Niro mun einnig vera fáanlegur í útfærslu með 39,2 kWh lithium rafhlöðu þar sem drægnin er 312 km í blönduðum akstri. Sá bíll verður með rafmótor uppá 136 hestöfl en togið er jafnmikið og í bílnum með stærri rafhlöðunni eða 395 Nm. Bíllinn fer úr kyrrstöðu í 100 km hraða á 9,8 sekúndum.