Kílómetrasvindl stefnir öryggi farþega í hættu
,,Það er grafalvarlegt mál að eiga við kílómetramæli bíls. Það sé ekki aðeins fjárhagslegt tjón sem gæti hlotist af svindli Procar heldur snerti málið einnig öryggi farþega. meðalakstur hefðbundinna fjölskyldubíla sé í kringum 15.000 kílómetrar á ári en bílaleigubílum sé ekið að minnsta kosti tvisvar ef ekki þrisvar sínum meira en það. Hann vekur athygli á því að þegar bíl er ekið tiltekinn kílómetrafjölda beri að skoða ástand hans,“ sagði Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, á útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.
Fram kom í máli Runólfs að svindl bílaleigunnar sé ekki einungis til þess fallið að auka virði bílsins heldur sé honum ýtt framar í goggunarröðinni. Fólk hefur meiri áhuga á því að bíllinn sé minna ekinn. Hann vekur meiri athygli og verður auðseljanlegri og að svindl Procar bílaleigunnar hafi skaðað margar bílaleigur að ósekju.
Hlutfall bílaleigubíla hér á landi er óvenjuhátt. Svindl Procar bílaleigunnar hafi skaðað margar bílaleigur að ósekju.
Runólfur segir að tvær ástæður séu fyrir þessum fjölda bílaleigubíla í flota landsmanna. Annars vegar sé það ferðaþjónustan sem hafi staðið í blóma síðustu ár og hins vegar hafi efnahagshrunið árið 2008 gert það að verkum að til skamms tíma hafi minna verið um nýlega bíla í endursölu aðra en þá bíla sem áður höfðu verið leigðir út til ferðamanna.
Runólfur hvetur eigendur notaðra bíla til að hafa samband við fagaðila á borð við bifreiðaumboðin til að fá úr því skorið hver akstursstaðan sé. Þá ætti að vera hægt að nálgast þjónustusögu ökutækisins.
Viðtalið við Runólf á útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis má nálgast hér.